Jólakort milli skálda

Í síðustu frétt ársins verða birt 3 jólakort í eigu Héraðsskjalasafnsins á Akureyri og er þar um að ræða jólakort skáldanna Heiðreks Guðmundssonar, Kristjáns frá Djúpalæk og Rósbergs G. Snædal. Þeir hafa haft fyrir sið að yrkja vísu til að setja með í jólakveðjurnar til skáldbræðra sinna. Hér er einungis um sýnishorn að ræða en fleiri kort er hægt að fá að sjá á safninu.
Kortin eru frá árunum 1953-1965.