Armstrong í Þorsteinsskála

Neil Armstrong á hálendi Íslands  Iceland Review vol.7 1969
Neil Armstrong á hálendi Íslands Iceland Review vol.7 1969

Neil Armstrong varð fyrstur manna til þess að stíga á tunglið í júlí 1969.  Hann lést 25. ágúst síðast liðinn, mitt í hátíðahöldum Akureyringa vegna 150 ára afmælis kaupstaðarins. 

Armstrong kom í hópi geimfara til Íslands sumarið 1967 og tók létta æfingu í jarðfræðirannsóknum á Öskju-svæðinu enda hafi Geimferðastofnun Bandaríkjanna komist að þeirri niðurstöðu að landslag á hálendi Íslands væri mjög svipað því sem væri á tunglinu.

Armstrong og félagar komu í Þorsteinsskála í Herðubreiðarlindum 2. og 3. júlí og eins og venja er skrifaði hann í gestbókina.  Gestabókin er núna á Héraðsskjalasafninu á Akureyri, í gögnum frá Ferðafélagi Akureyrar.  Drjúgur hluti þeirra gagna sem félagið hefur falið safninu til varðveislu eru gestabækur s.s. frá Súlum og frá Knebelsvörðu við Öskju en einnig frá skálum félagsins í Laugafelli, Lamba, Dreka o.v.

Úr gestabókinni í Þorsteinsskála (F-144/55)