Akureyrarkaupstaður er 150 ára

Lundur á Oddeyri var byggður 1858
Lundur á Oddeyri var byggður 1858
Akureyrarkaupstaður er 150 ára í ár, sbr. Reglugjörð um að gjöra verzlunarstaðinn Akureyri að kaupstað, og um stjórn bæjarmála þar frá 29. ágúst 1862.
Af þessu tilefni mun birtast hér alls konar fróðleikur um Akureyri allt þetta ár. Byrjum á þessu:
Í árslok 1862 var búið í 41 húsi á Akureyri og 1 húsi á Oddeyri og var það torfbær og stóð þar sem nú er Norðurgata 31. Þó höfðu tvö hús verið byggð á Oddeyrinni 1858, annað var torfbærínn en hitt var Gamli Lundur.  Árin 1862 og 1863 var þó ekki búið í Lundi og um 1873 mun Gránufélagið hafa haft verslun í þessu húsi til bráðabirgða.