Jólasýning 2012

 

Í desember voru dregin fram skjöl tengd jólum og aðventu.  Að þessu sinni voru skjölin sett í sýningarkassa á 3ju hæðinni í Brekkugötu 17.  Á sýningunni voru annars vegar skjöl frá hjónunum Friðþjófi Gunnlaugssyni og Steinunni Konráðsdóttur.  Að stærstum hluta voru það myndir af jólasveinunum og myndskreytingar við ýmis jólaljóð eftir Friðþjóf.  Annað sýningarefni var sýnishorn af Jólasveininum.  Það var Barnaskóli Akureyrar sem gaf Jólasveinninn út árlega á árunum 1953-73 en þar birtust stílar og teikningar eftir nemendur í skólanum.  Ágóðinn af sölu Jólasveinsins rann í gjafasjóð Soffíu Stefánsdóttur, sem hafði það að markmiði að gleðja fátæk börn fyrir jólin.

Til baka