Árlega halda skjalasöfn á Norðurlöndum kynningardag, annan laugardag í nóvember. Unnið er út frá ákveðnu þema hverju sinni en árið 2008 var þemað Gleymdir atburðir. Gleymdi atburðurinn hjá okkur hérna á skjalasafninu var 100 ára afmæli Akureyrarkaustaðar 1962 og var sett upp sýning með skjölum, munum og myndum frá afmælinu sem varðveitt eru hér.
Í maí 2012 var sýningin að hluta til sett upp að nýju og stóð í tvær vikur.