HÚra­sskjalasafni­ ß Akureyri

Héraðsskjalasafnið skal varðveita skjöl frá eftirgreindum aðilum: Bæjar- og sveitarstjórnum, sýslu- og héraðsnefndum, byggðasamlögum og hreppsstjórum á

Safnkostur

Héraðsskjalasafnið skal varðveita skjöl frá eftirgreindum aðilum: Bæjar- og sveitarstjórnum, sýslu- og héraðsnefndum, byggðasamlögum og hreppsstjórum á safnsvæðinu. Ennfremur skjöl allra embætta, nefnda, stofnana, fyrirtækja og annarrar starfsemi á þeirra vegum. Safnið skal einnig varðveita skjöl allra félaga og samtaka í héraðinu, sem njóta verulegra styrkja af opinberu fé, svo og skjöl frá einstaklingum og fyrirtækjum, sem ætla má að séu hluti af sögu héraðsins. Skjölin koma að stærstum hluta inn á safnið þegar þau hafa náð 20-30 ára aldri en þar má þó finna margt yngri skjala.

Kirkjubækur, þ.e. prestþjónustubækur og sóknarmannatöl eru til af öllu landinu á örfilmum og auk þess manntöl frá Akureyri og nágrannasveitarfélögum frá ýmsum tímum. Safnið býr yfir nokkuð góðum bókakosti í ættfræði og er nokkuð vel í stakk búið fyrir ættfræðirannsóknir.

Helstu skjalaflokkar:
 A -  Skjöl frá Akureyrarbæ, nefndum og stofnunum bæjarins.
 H - Skjöl frá öðrum sveitarfélögum, embættismönnum og nefndum þeirra.
 S -  Skjöl frá Eyjafjarðarsýslu, sýslunefnd og samstarfsverkefnum sveitarfélaga.
 V -  Skjöl frá verslunum, fyrirtækjum og útgerð.
 F -  Skjöl frá félögum, t.d. íþrótta- og ungmennafélögum, kvenfélögum o.fl.
 G -  Skjöl frá einstaklingum, hinum almenna borgara.
 Kirkjubækur og handbækur

 

 

 

 

 

 

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf