HÚra­sskjalasafni­ ß Akureyri

Heimildir um jarðir er að finna bæði í opinberum skjölum og einkaskjölum. Í skjölum hvers hrepps er að finna svokallaðar hreppsbækur eða hreppaskilabækur

Heimildir um jar­ir

Heimildir um jarðir er að finna bæði í opinberum skjölum og einkaskjölum.

Í skjölum hvers hrepps er að finna svokallaðar hreppsbækur eða hreppaskilabækur og þar er m.a. að finna upplýsingar um verðgildi jarða, búfjárstofn, ábúendur og fleira. 

Einnig eru í hreppaskjölum úttektabækur, í þær er t.d. skráð  um húsakynni á leigujörðum og mat á endurbótum eða því sem á vantaði viðhald þeirra, einnig um leigukúgildi eða innistæðukúgildi viðkomandi jarða og er þá átt við þann kvikfénað, oftast ær, sem fylgdu hverri leigujörð. Úttektir voru gerðar við ábúendaskipti og þegar skemmdir urðu á jörð eða húsum vegna náttúrhamfara. Sjá meira um úttektabækur.

 Í fasteignamatskrá eru allar jarðeignir, lóðir og hús metin til verðs og fór fyrsta mat fram árin 1916-1918. Skýrsla var gerð um jarðir, lóðir, húseignir, mannvirki, umbætur og hlunnindi, landamerki o.fl. og sendar rétta boðleið til stjórnarráðs, en afrit þeirra urðu eftir í héraði. Í skránum má t.d. finna upplýsingar um nöfn bæja, nöfn ábúenda, jarðabætur, búfjárhaga, hlunnindi, hús, mannvirki, garð og túnrækt.  Sjá meira um fasteignamatsskrá.

Í landamerkjabók sýslumannsembættis eru eins og nafnið bendir til skráð landamerki jarða í sýslunni og landamerkjabréf hafa þá sama gildi fyrir einstakar jarðir.

Í einkaskjölum má oft finna byggingabréf sem eru nokkurs konar leigusamningar um jarðir, afsöl, kaupsamninga og fleira.

Til baka

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf