HÚra­sskjalasafni­ ß Akureyri

Ýmsar spurningar vakna meðal fólks um húsnæði.  Spurningarnar geta til dæmis verið um teikningar, byggingarár húss, raflagnir, fasteignamat o.s.frv.

Heimildir um h˙s

Ýmsar spurningar vakna meðal fólks um húsnæði.  Spurningarnar geta til dæmis verið um teikningar, byggingarár húss, raflagnir, fasteignamat o.s.frv. Oftast er hægt að finna svör við spurningum sem þessum á Héraðsskjalasafninu. 

Hvenær hús var byggt ætti að vera hægt að finna í fundargerðum byggingarnefnda og jarðanefnda eða í innkomnum bréfum til sveitarfélags, þ.e. þegar sótt er um leyfi fyrir húsinu. Lóðarleiguskrár og samningar sýna tímasetningar og stærðir á lóðum.  Síðan getur verið gagn af því að skoða fasteignamat og brunabótamat. 

Í brunavirðingum er að finna greinagóðar upplýsingar um herbergjaskipan, byggingarefni og stærð húsa. Koma þessar upplýsingar að góðum notum þegar fólk vill kynna sér sögu húsa eða gerir upp hús sín í sem upprunalegustu mynd. Sjá meira um brunabótavirðingar.

Í fasteignamatsskrám sem byggjast á lögum frá 1915 var kveðið á um að allar jarðeignir, lóðir og hús skyldu metin til verðs og fór fyrsta mat fram árin 1916-1918. Í skránum má t.d. sjá stærðir húsa, herbergjafjölda, byggingarefni og byggingarár.  Sjá meira um fasteignamatsskrár.

Teikningar húsa á Akureyri eru í ýmist á Bæjarskrifstofum eða á Héraðsskjalasafni.

Í einkaskjölum má oft finna leigusamninga, afsöl, kaupsamninga og fleira sem tengist húseignum.


Til baka

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf