Þjónusta

Héraðsskjalasafnið er öllum opið án aðgangseyris.

Gestir safnsins geta nýtt sér aðstöðu á lestrarsal og fengið lánuð safngögn til afnota þar. Starfsfólk aðstoðar við upplýsingaleit og að finna þau gögn sem gestir geta nýtt sér.

Starfsfólk svarar einnig fyrirspurnum úr skjölum, bæði fyrirspurnum sem verða til þegar gestir koma og fyrirspurnum sem berast í tölvupósti eða símleiðis. Einnig er hægt að senda fyrirspurn héðan af síðunni. Þetta á bæði við um almenning og opinbera aðila.

Tekið er á móti skjölum frá sveitarfélögunum í umdæmi safnsins og einnig frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum á svæðinu. Skjalaverðir aðstoða og veita leiðbeiningar við afhendingu og frágang skjalanna.

Undartekningalítið er hægt að ljósrita og/eða skanna skjöl safnsins. Á lestrarsal er tölva og skanni til afnota fyrir gesti en starfsfólk annast ljósritun.

Gjaldskrá:

  • Ljósrit A4           40 kr.
  • Ljósrit A3           60 kr.
  • Útprentun          40 kr.
  • Útprentun (lit)  150 kr.