Leiðbeiningar um frágang

Skjöl þarf að varðveita í viðurkenndum umbúðum, sérstökum skjalaöskjum og sýrufríum örkum.  Þau þarf einnig að skrá á vandaðan hátt svo þau finnist síðar þegar á þarf að halda. 

Ef einstaklingar hafa í fórum sínum skjöl sem ætla má að hafi varðveislugildi er fyrsta skrefið að hafa samband við safnið. Síðan ræðst það af aðstæðum hvert næsta skref verður þ.e. hvernig gengið er frá skjölunum áður en til afhendingar kemur.

Gerðar eru kröfur um góðan frágang og skráningu pappírsskjalasafna afhendingarskyldra aðila áður en skjöl eru afhent.  Full ástæða er til þess að hafa samband við safnið og fá leiðbeiningar varðandi fráganginn áður en ráðist er í að pakka skjölum til afhendingar.  

Þar sem sveitarfélögin á safnsvæðinu og Héraðsskjalasafnið á Akureyri hafa ekki tekið upp langtímavarðveislu á rafrænum gögnum þá þarf að prenta út öll skjöl sem stofnun/sveitarfélagi er skylt að varðveita.

Sjá nánar um frágang undir skjalavarsla