Ungmennafélag Akureyrar (eldra) var stofnað á nýársdag árið 1906 og hafði það "[...] fyrir mark og mið að vekja áhuga og samhug manna á öllu því sem þjóðlegt er og rammíslenskt [...]". Félagið var eitt af stofnfélögum Ungmennafélags Íslands, landssamtaka ungmennafélaga, og starfaði af miklum krafti þar til undir lok 4. áratugar 20. aldar, þegar starf félagsins lagðist í dvala. Ýmis gögn frá félaginu eru varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri en árið 2021 styrkti Þjóðskjalasafn rafræna endurgerð gjörðabóka og félagsblaða félagsins. Myndaðar voru 6 gjörðabækur og 7 bækur með félagsblöðum.
Fundargerðabók Ungmennafélags Akureyrar, Akureyri 1906-1907
Tilvísun: HskjAk. F-1/1 Ungmennafélag Akureyrar. Fundargerðabók 1906-1907
Fundargerðabók Ungmennafélags Akureyrar, Akureyri, 1907-1919
Tilvísun: HskjAk. F-1/2 Ungmennafélag Akureyrar. Fundargerðabók 1907-1919
Fundargerðabók Ungmennafélags Akureyrar, Akureyri 1919-1924
Tilvísun: HskjAk. F-1/3 Ungmennafélag Akureyrar. Fundargerðabók 1919-1924
Fundargerðabók Ungmennafélags Akureyrar, Akureyri 1924-1928
Tilvísun: HskjAk. F-1/3a Ungmennafélag Akureyrar. Fundargerðabók 1924-1928
Gestur, 1. árg. 1917-1918
Tilvísun: HskjAk. F-1/5 Ungmennafélag Akureyrar, Akureyri .Gestur, blað félagsins 1917-1918
Gestur, 2. og 3. árg. 1918-1920
Tilvísun: HskjAk. F-1/6 Ungmennafélag Akureyrar, Akureyri. Gestur, blað félagsins 1918-1920
Gestur, 3. árg, óársett
Tilvísun: HskjAk. F-1/7 Ungmennafélag Akureyrar, Akureyri. Gestur, blað félagsins. Óársett
Gestur, ótilgreindur árg. 1923-1924
Tilvísun: HskjAk. F-1/8 Ungmennafélag Akureyrar, Akureyri. Gestur, blað félagsins 1923-1924
Gestur, ótilgreindur árg. 1924
Tilvísun: HskjAk. F-1/9 Ungmennafélag Akureyrar, Akureyri. Gestur, blað félagsins 1924