Aldalöng hefð er fyrir því að skipta landinu í sýslur. Lengst af fóru sýslumenn með dóms- og framkvæmdavaldið í sínum sýslum og voru þeir skipaðir af konungi meðan Ísland átti í konungssambandi við Danmörku en eftir það af forseta. Sýsla sem stjórnsýslueining var lögð niður árið 1986 en sýslumenn gegna enn ákveðnum hlutverkum tengdum framkvæmdavaldinu á sínu umráðasvæði og eru skipaðir af dómsmálaráðherra. Eyjafjarðarsýsla náði frá utanverðum Ólafsfirði að vestanverðu, inn Eyjafjörð til fjalla og að Austurhlíð til austurs. Hrísey og Grímsey tilheyrðu einnig Eyjafjarðarsýslu.