Eyjafjarðarsýsla

Eyjafjarðarsýsla

Aldalöng hefð er fyrir því að skipta landinu í sýslur. Lengst af fóru sýslumenn með dóms- og framkvæmdavaldið í sínum sýslum og voru þeir skipaðir af konungi meðan Ísland átti í konungssambandi við Danmörku en eftir það af forseta. Sýsla sem stjórnsýslueining var lögð niður árið 1986 en sýslumenn gegna enn ákveðnum hlutverkum tengdum framkvæmdavaldinu á sínu umráðasvæði og eru skipaðir af dómsmálaráðherra. Eyjafjarðarsýsla náði frá utanverðum Ólafsfirði að vestanverðu, inn Eyjafjörð til fjalla og að Austurhlíð til austurs. Hrísey og Grímsey tilheyrðu einnig Eyjafjarðarsýslu.

Gjörðabækur sýslunefndar