Opnað kl. 13:00 miðvikudaginn 24. ágúst

Lundarskóli á Akureyri tók til starfa 1974
Lundarskóli á Akureyri tók til starfa 1974
Vegna fræðslufundar um skjalamál grunnskólanna að morgni miðvikudagsins 24. ágúst verður safnið opnað kl. 13:00 þann dag.
Fræðslufundurinn er ætlaður héraðsskjalavörðum um land allt, skjalastjórum sveitarfélaga, skólastjórum og öðrum sem hafa með skjalamál grunnskóla að gera, á þeim svæðum þar sem héraðsskjalasöfn eru starfandi.
Fundurinn er haldinn á Selfossi, en fyrrgreindum aðilum á safnsvæði Héraðsskjalasafnsins á Akureyri býðst að taka þátt í honum með fjarfundabúnaði í húsnæði Símeyjar að Þórsgötu 4 á Akureyri.