Fréttir

150 ára gömul dagbókarfærsla

Í dag er heiður himinn og sólin skín, en sama dag fyrir 150 árum var veðrið ekki eins gott.   Sveinn Þórarinsson amtsskrifari á Möðruvöllum skráði 25. mars 1863 í dagbók sína eftirfarandi: "Norðan drífa og leiðinlegt veður. Ég innfærði í KB umboðsins. Séra Þórður yfirheyrði hér börn. Ólafur á Reistará kom um kvöldið með veðleyfi frá Jóni á Skriðulandi. Ólafur gisti hjá mér, var drukkinn".

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars - skjöl kvenfélaga og félaga kvenna

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars er ekki úr vegi að vekja athygli á skjölum kvenna í safninu. Hér er því birtur listi yfir þau félög kvenna sem skilað hafa sínum skjölum til Héraðsskjalasafnsins á Akureyri. Nánari upplýsingar um hvaða skjölum hvert félag hefur skilað má fá með því að fara í skjalaskrár hér til vinstri á síðunni, því næst í einkaskjöl og þá í félög og blasir þá við listi yfir þau skjöl sem lokið hefur verið við að ganga frá og skrá í safnið. Auk þess má einnig finna í safninu skjöl frá einstaklingum og þar eiga nokkrar konur sín einkaskjalasöfn, sem eru þó því miður mun færri en einkaskjalasöfn karla.

Spítali verður að skíðahóteli

Fyrir 50 árum eða árið 1963 bar 22. febrúar upp á föstudag og þannig er það einnig árið 2013! Þennan föstudag, 22. febrúar 1963 var fréttatilkynning í Íslendingi um veitingasölu í Hlíðarfjalli. Skíðaráð Akureyrar hóf þá helgina áður „veitingasölu um helgar í hinum glæsilega skíðaskála í Hlíðarfjalli“. Skálinn var þó ekki alveg fullbúinn til hótelhalds þá, eins og hugmyndin var að nýta hann í framtíðinni.

Þorrabragur

Í tilefni bóndadags birtist hér kvæðið Þorrabragur. Höfundur þess er Benedikt Valdemarsson, en ekki er vitað hvar eða hvenær það var flutt, líklega þó í Saurbæjar- eða Öngulsstaðahreppi.  Kvæðið er í einkaskjalasafni Aðalgeirs Ólafs Jónssonar, sem lengst af bjó í Hólum í Saurbæjarhreppi. Skrá yfir skjalasafn Ólafs sem varðveitt er á Héraðsskjalasafninu má sjá hér. Þorrabragur Velkomnir hingað góðir gestir, sem gátuð mætt hér og eru sestir. Þið lagt hafið á ykkur langa göngu, sem lokið gæti með puði ströngu.

KA 85 ára

Við óskum félagsmönnum Knattpyrnufélags Akureyrar til hamingju með 85 ára afmælið, sem er í dag 8. janúar.  Félagið var stofnað í Hafnarstræti 23 en nánar má lesa um tilurð félagsins í stofnfundargerðinni.