Fréttir

Sóknarnefndaskjöl

Rúmt ár er liðið síðan Félag héraðsskjalavarða hratt af stað átaki, í samstarfi við Biskupsstofu, um söfnun skjala sóknarnefnda.  Einhver staðar segir að lengi megi eiga von á einum og víst má segja það í þessu tilviki því miðvikudaginn 16. mars barst okkur nokkuð af skjölum sóknarnefnda í Möðruvallaklaustursprestakalli. 

Þjónustunámskeið

Starfsfólk Héraðsskjalasafns og Amtsbókasafns hafa nú tvo undanfarna miðvikudaga sótt námskeið um þjónustu. Námskeiðin eru hluti af innleiðingu á þjónustustefnu Akureyrarbæjar. Í fyrra skiptið flutti Örn Árnason

Veiðifélag Hörgár

Jafnt og þétt er unnið að skráningu og frágangi en skrárnar eru settar inn á heimasíðuna okkar þegar þær eru tilbúnar.  Nýlegar viðbætur eru t.d. frá Félagi norðlenskra steinasafnara (F-315) og frá Markúsi Meckl lektor við Háskólann á Akureyri (G-241).  Markús afhenti í janúar 2009 ljósrit af gögnum úr skjalasöfnum austur-þýsku öryggislögreglunnar er varða Ísland og Íslendinga og stundum hafa verið kölluðu Stasi-skjölin.  Skjölin eru ekki persónugreinanleg og varða land og þjóð almennt.

Nýjar reglur um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala skilakyldra aðila.

Þann 30. desember sl. voru auglýstar í Stjórnartíðindum nýjar reglur Þjóðskjalasafns Íslands um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala afhendingarskyldra aðila og tóku þær gildi þann 1. janúar 2011. Reglurnar gilda m.a. um sveitarfélög, stofnanir þeirra og nefndir, svo og alla aðra sem skilaskyldir eru til  héraðsskjalasafna og Þjóðskjalasafns.