Fréttir

Skjölin streyma að.

Frá 1. júní hafa 12 skjalaafhendingar borist til safnsins og eru þær af ýmsum stærðum og gerðum.  Stærsta afhendingin kom frá skrifstofu Eyjafjarðarsveitar þar sem um var að ræða 35 kassa á tveimur vörubrettum. Skjölin komu ýmist frá opinberum aðilum, félögum eða einstaklingum og er efni þeirra margvíslegt. Má þar nefna leikrit, skógræktarskýrslur, gestabók af Súlum, skákir tefldar í Hörgárdal, fundargerðir íþróttakennarafélags, leikskrá frá leikflokki KA, sendibréf og margt fleira.